Liðið

LANDSLIÐIÐLANDSLIÐIÐ 2019

Þjálfarar

Eyþór Máni Steinarsson útskrifaðist af Tölvubraut Tækniskólans haustið 2016 en starfar nú sem verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Áður starfaði hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania og sem upplýsingatæknikennari hjá Austurbæjarskóla. Í fyrra tók hann við sem þjálfari liðsins en þá náði teymið öðru sæti í Mexíkóborg. Nú er markmið hans að þjálfa liðið til gullverðlauna í Dubai næstkomandi október.


Metnaðurinn uppmálaður, Kormákur Atli Unnþórsson byrjaði ungur að kynna sér hina og þessa hluti á sviði upplýsingatækni. Á fjórðu önn í framhaldsnámi við tölvunarfræði í Tækniskólanum hefur hann nú þegar að baki umsjón með Forritunarkeppni Grunnskólana og fjölmörg störf innan tveggja nemendafélaga Tækniskólans. Kormákur tók þátt fyrir hönd Íslands í fyrra en þjálfar nú liðið í tæknilegum atriðum keppninnar.


Liðið

Ásþór Björnsson er sannkallaður vélmennahvíslari. En á sínum fáu árum hefur hann, meðal annars, hannað og kennt námskeið í vélmennasmíðum sem hundruðir barna hafa nýtt sér til þess að læra grunnatriði í faginu, kennt í forritunarsumarbúðum og náð öðru sæti í einstaklingskeppni í forritun fyrir framhaldsskólanema. Þegar Ásþór er ekki að koma vélmennum til lífins eða forrita má oftar en ekki finna hann fyrir framan píanó.


Dýrleif Birna Sveinsdóttir er ung stúlkukind úr Hafnafirðinum, en eyddi þó stórum hluta bernsku sinnar í Bandaríkjunum. Frá ungum aldri hefur Dýrleif haft brennandi áhuga á S.T.E.M greinum og hefur hún kosið að eyða miklum tíma innan- sem utan skóla í þessar yðjur. Dýrleif mun hefja nám í HR næstkomandi haust, aðeins sautján ára gömul.Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir á ekki margt sameiginlegt með Bill Clinton, að því undanskyldu að þau eru bæði hæfileikaríkir saxafónleikarar. Hún er fædd og uppalin í vesturbænum, en nýtur þess innilega að dútla við LEGO eða stærfræðidæmi sem myndu græta Euler. Kristín hefur enga reynslu af keppnisforritun, en hún nýtur þess innilega að taka að sér nýjar og framandi áskoranir. Kristín virðist vera að safna landsliðstitlum, en hún er líka í landsliðinu í borðtennis.


Uggi Gunnar Bjarnason fæddist með náðargjöf fyrir tækni og forritun. En þrátt fyrir að vera bara í 10. bekk veit hann nákvæmlega hvað hann vill gera. Uggi ætlar sér að verða rafeindavirki. Þegar hann er ekki í skólanum eða í vinnunni má finna Ugga á verkstæði þar sem hann vinnur að því að smíða sér risavaxinn bíl frá grunni. Uggi þekkir fleiri Fortnite dansa en getur talist heilbrigt og kann að sjóða saman málma.

LANDSLIÐIÐ 2018

Árið 2018 hrepptum við silfurverðlaun í heimsmeistarakeppninni, þar sem við stóðum ofar 192 öðrum liðum. Einnig fengum við sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í fjáröflun.

Þjálfari

Eyþór Máni Steinarsson útskrifaðist af Tölvubraut Tækniskólans haustið 2015 og hefur síðan þá deilt tíma sínum milli upplýsingatækni- og forritunarkennslu í Austurbæjarskóla og starfi sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Fyrir utan vinnu hans þar finnst Eyþóri innilega skemmtilegt að taka að sér hin og þessi verkefni. Eitt þeirra kom til hans eins og himnasending í tölvupósti frá skólastjóra upplýsingatækniskólans þar sem honum var boðið að sjá um að þjálfa Íslandsliðið í þjarkasmíðum. Eyþór þjáist af óþrjótandi áhuga á bæði kennslu og vélmennaforritun og honum fannst þetta þess vegna kjörið tækifæri til þess að samtvinna stærstu áhugamál sín. Nú liggur bara fyrir höndum að þjálfa og styðja þennan ótrúlega hæfileikaríka hóp af ungmennum til dáða í Mexíkóborg í ágúst.

Liðið

Dýrleif Birna Sveinsdóttir er ung stúlkukind úr Hafnafirðinum, þó hafi hún verið alin upp af stórum hluta í Bandaríkjunum. Frá ungum aldri hefur Dýrleif haft brennandi áhuga á S.T.E.M (Science, Technology, Engineering, Math) greinum og hefur hún kosið að eyða miklum tíma innan- sem utan skóla í þessar yðjur. Dýrleif hóf nám í Tækniskólanum haustið 2016 á nýrri braut sem heitir K2 og einblýnir sú braut einmitt á tækni og vísindi. Engu síður má ekki gleyma að minnast aðeins á störf hennar innan Tækniskólans hvað varðar félagslífið. Þar tekur hún virkan þátt í að gera viðburði og er einnig gjaldkeri LAN-nefndar Tækniskólans.
Flosi Torfason tók sín fyrstu skref í Rangárvallasýslu og gekk þar á eftir í Grunnskólann á Hellu. Eftir skóla sat hann heima hjá sér og fræddi sig um það sem greip athygli hans. Áhugasvið hans ansi breitt það lá frá siðfræði og heimsspeki til forritunar og stærðfræði. Hann hafði mikinn áhuga á mekanískum hlutum og forritun svo að þjarkar lágu vel við höggi. Að grunnskóla loknum ákvað hann að hefja nám við Tækniskólann og flutti því til höfuðborgarinnar. Þar hélt hann áfram að fræðast um forritun og vélmenni. Metnaður hans og færni varð til þess að hann var valin í landslið Íslands í vélmennaforritun.
Kormákur Atli Unnþórsson byrjaði ungur að kynna sér hina og þessa hluti á sviði upplýsingatækni. Á fjórðu önn í framhaldsnámi við tölvunarfræði í Tækniskólanum hefur hann nú þegar að baki umsjón með Forritunarkeppni Grunnskólana og fjölmörg störf innan tveggja nemendafélaga Tækniskólans. Samhliða námi í Tækniskólanum hefur Kormákur boðið upp á heimanámsaðstoð fyrir samnemendur sína og yngri á vefnum sínum, www.kormakur.is, bæði við faggreinar og bókleg fög. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að nefna þátttöku Kormáks í landsliði Íslands í keppninni árið 2017.