Kormákur Atli Unnþórsson byrjaði ungur að kynna sér hina og þessa hluti á sviði upplýsingatækni. Á fjórðu önn í framhaldsnámi við tölvunarfræði í Tækniskólanum hefur hann nú þegar að baki umsjón með Forritunarkeppni Grunnskólana og fjölmörg störf innan tveggja nemendafélaga Tækniskólans. Samhliða námi í Tækniskólanum hefur Kormákur boðið upp á heimanámsaðstoð fyrir samnemendur sína og yngri á vefnum sínum,
www.kormakur.is, bæði við faggreinar og bókleg fög. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að nefna þátttöku Kormáks í landsliði Íslands í keppninni árið 2017.