Keppnin

KEPPNIN

UM SAMTÖKIN

Landslið Íslands í vélmennaforritun tekur þátt í árlegri heimsmeistarakeppni í vélmennaforritun. Keppnin kallast FIRST Global Challenge og er haldin af alþjóðlegum samtökum sem ganga undir nafninu FIRST Global.

Markmið FIRST Global er að kveikja ástríðu fyrir tækni og vísindagreinum í hug og hjarta allra ungmenna heimsins. FIRST stendur fyrir For Inspiration and Recognition of Science and Technology. Samtökin eru skráð óhagnaðardrifin (501(c)(3) not-for-profit public charity) í Bandaríkjunum. Þau bjóða einu liði frá hverri þjóð til að koma saman og taka þátt í ólympískri vélmennaforritunarkeppni sem byggir brýr milli framhaldsskólanema með mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð og siði

Með því að sameina þessa leiðtoga framtíðarinnar í gegnum grípandi keppni sem byggir á samvinnu komum við til skila mikilvægi, gagnleika og spennuni sem fylgir menntun í tækni og vísindageiranum. FIRST Global veitir þátttakendum innblástur til þess að sækja sér þá menntun sem mun gera þeim kleift að skapa eitthvað sem kynslóðir á undan þeim myndu telja til vísindaskáldskaps.

FIRST Global reynir samhliða þessum markmiðum sínum að sannfæra ríkisstjórnir og sveitarfélög að taka á móti nýjungum í tækni og vísindamenntun opnum örmum. Þau hvetja til þess að ríkisstjórnir fjárfesti í vísinda og tæknimenntun fyrir æsku lands síns.